Skilmálar
📘 Efnisyfirlit
Greiðslumöguleikar
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:
- Greiðslukort
- Netgíró
- Síminn pay
- Millifærsla (Ekki í gegnum vefverslun)
- Reiðufé (Einungis í verslun)
- Greiðslur fara í gegnum öruggar greiðslugáttir sem tryggja öryggi kortaupplýsinga.
Skilaréttur
- 14 daga skilaréttur af vörum, þó búið sé að opna umbúðir og prófa, gegn framvísun kvittunar fyrir kaupum, eða staðfestingu á móttöku sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær vara var keypt eða afhent. Viðskiptavinur ber ábyrgð á þeirri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar af meðferð hennar, sem ekki telst nauðsynleg til að staðfesta eiginleika og virkni. Enn fremur þurfa umbúðir ásamt fylgihlutum og handbókum að fylgja með vöru. Skilaréttur þessi á ekki við tölvuhugbúnað ef innsigli hefur verið rofið o.e. sett upp á tölvu viðskiptavinar með samþykki viðskiptavinar.
- Sé vöru skilað eða tilkynnt um skil innan 14 daga frá kaupum eða afhendingu, býðst viðskiptavini full endurgreiðsla eða inneignarnóta sem jafngildir upphaflegu kaupverði, en eftir það er miðað við það verð sem er í verslun við skil sé það lægra.
- 30 daga skilaréttur af vörum ef þær eru í óopnuðum umbúðum gegn framvísun kvittunar fyrir kaupum, eða staðfestingu á móttöku sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær vara var keypt eða afhent. Skilaréttur þessi á ekki við sérpöntunum eða útsöluvöru.
- Viðskiptavinur ber beinan kostnað af því að skila vöru og ber ábyrgð á að koma vörunni til Tölvutek.
- Tekið er á móti vöruskilum í verslunum Tölvutek í Mörkinni 3, 108 Reykjavík og Tölvutek Undirhlíð 2, 603 Akureyri
- Einnig er hægt að tilkynna vöruskil innan 14 daga frá móttöku búnaðar á netfangið sala@tolvutek.is eða með því að fylla út formið hér , Eða notað staðlað uppsagnareyðublað hér sem er samkvæmt reglugerð nr.435/216. Leiðbeiningar um uppsagnareyðublaðið er að finna á þessari slóð https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/435-2016
- Sjá nánar í almennum skilmálum Tölvutek hér
- Sjá vöruskil fyrirtækja hér Vöruskil fyrirtækja
Skilaréttur gildir ekki um sérpantaðar vörur, hugbúnað sem hefur verið opnaður og þjónustu sem þegar hefur verið veitt.
Ábyrgð búnaðar
- Sölureikningur vöru telst ábyrgðarskírteini og gildir ábyrgð frá kaupdegi.
- Allur nýr vélbúnaður, sem Tölvutek afhendir, nýtur ábyrgðar á skilgreindu þjónustutímabili. Sé ábyrgðartími ekki skilgreindur, er hann 1 ár. Búnaður sem seldur hefur verið til neytenda skal vera í ábyrgð í 2 ár frá söludegi. 5 ára ábyrgð kann að gilda í ákveðnum tilfellum ef vöru er ætlaður lengri endingartími.
- Almennur ábyrgðartími er 2 ár nema annað sé sérstaklega tekið fram á kaupnótu eða í vörulýsingu viðeigandi vöru. Ábyrgð nær yfir framleiðslugalla en ekki eðlileg slit eða tjón vegna rangrar notkunar.
- Rafhlöður teljast sem rekstrarvara og eru almennt í 6 - 12 mánaða ábyrgð frá framleiðenda.
- Ábyrgð á öllum vörum miðast í öllum tilfellum við tækið hafi verið rétt notað og eftir leiðbeiningum framleiðenda, að tækinu hafi verið rétt viðhaldið. Ábyrgð nær ekki til skaða eða bilana sem stafa af flutningi, rangri uppsetningu, rangri meðferð eða misnotkun.
- Tilkynna þarf um galla eins fljótt og auðið er, ekki má eiga við vélbúnað í tæki af aðilum sem eru óviðkomandi seljanda nema í samráði við hann.
- Tölvutek áskilur sér rétt til þess að sannreyna galla.
Viðgerðir á tölvubúnaði
- Þjónustumiðstöð Ofar annast viðgerðaþjónustu og ábyrgðarmál á öllum búnaði frá framleiðendunum Lenovo, Acer, BenQ, Canon, ásamt því að sinna viðgerðum á Samsettum tölvum frá Tölvutek. Þjónustumiðstöð Ofar að Köllunarklettsvegi 8 er opin alla virka daga frá 09:00 - 17:00. Sími: 516-1900. Netfang: verkstaedi@ofar.is.
- Sónn annast viðgerðir á rafmagnstækjum frá Sony (Heyrnatól, Hátalarar, Sjónvörp) Faxafeni 12, 108 Rvk. S: 552-3150 / 588-0404.
- Einnig er tekið á móti öllum tölvubúnaði sem keyptur er hjá Tölvutek í verslun Tölvutek í Mörkinni 3, 108 Reykjavík. Sími: 563-6900, Netfang: verk@tolvutek.is.
- Á Akureyri annast Verkstæði Tölvutek viðgerðþjónustu og ábyrgðarmál á öllum tölvubúnaði. Verslun Tölvutek á Akureyri er í Undirhlíð 2, 603 Akureyri. Sími: 430-6900. Netfang: verkak@tolvutek.is.
- Komi í ljós við skoðun hjá Tölvutek eða viðurkenndum þjónustuaðila að búnaður sé ekki haldinn galla, skal kaupandi greiða skoðunargjald í samræmi við gildandi verðskrá Tölvutek eða viðkomandi þjónustuaðila, auk flutningskostnaðar ef við á.
Viðgerðir á heimilistækjum
- Tekið er á móti smærri heimilistækjum og raftækjum í verslunum Tölvutek í Mörkinni 3 Reykjavík og í verslun Tölvutek á Akureyri í Undirhlíð 2.
- Stór heimilistæki sem talin eru gölluð þarf að tilkynna til Tölvutek áður en tækin eru flutt úr stað.
- Tölvutek getur vísað kaupanda beint á umboðsaðila eða þjónustuaðila viðeigandi vörumerkis á Íslandi.
- Sé varan staðsett utan Reykjavíkur og nágrennis skal kaupandi fylgja leiðbeiningum seljanda um tilhögun flutnings vörunnar til viðgerðar.
- Reynist tækið ekki haldið galla við skoðun hjá viðurkenndum þjónustuaðila, greiðir kaupandi skoðunargjald í samræmi við gildandi verðskrá viðkomandi þjónustuaðila, auk flutningskostnaðar, ef slíkt á við.
- Ábyrgð heimilistækja sem keypt eru hjá Tölvutek miðast við venjulega heimilisnotkun.
- Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits á búnaði vegna notkunar, s.s slit á kolum, reimum, dælum, legum, brotnum handföngum, hillum, skúffum osfr.
Tækjatrygging Tölvutek
Persónuvernd
Tölvutek meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við gildandi lög um persónuvernd. Við söfnum aðeins upplýsingum sem nauðsynlegar eru fyrir viðskipti okkar við þig.
- Nafn
- Kennitala
- Netfang
- Heimilisfang
- Símanúmer
- Greiðsluupplýsingar
Þinn aðgangur
Sem skráður notandi í Netverslun Tölvutek berð þú ábyrgð á trúnaði um notendaheiti, lykilorð og aðgang að þeim tölvum sem þú kannt að nota til aðgangs á vefinn. Við skráningu samþykkir þú að bera ábyrgð á öllum notkunartilvikum varðandi „Síðuna mína“ og lykilorð. Tölvutek ehf áskilur sér einhliða rétt til að hafna þjónustu, loka aðgangi, fjarlægja eða breyta innihaldi vefsins eða stöðva pantanir ef þurfa þykir af öryggis- eða öðrum ástæðum.
Vafrakökur
Við notum vafrakökur (cookies) til að bæta upplifun notenda á vefsíðu okkar. Með notkun síðunnar samþykkir þú notkun á vafrakökum í samræmi við skilmála okkar.
Þín kjör
Reikningsviðskipti fyrirtækja gjaldfærast innan umsamins greiðslufrests á birtu verði sem getur verið listaverð, sérkjör eða tilboðsverð frá söludeild Tölvutek. Staðgreiðsluviðskipti fara fram með þeim staðgreiðslu greiðslumátum sem Tölvutek býður uppá hverju sinni á birtu verði sem getur verið listaverð eða tilboðsverð eftir atvikum. Ef þú þarft nánari upplýsingar um þín kjör getur þú sent fyrirspurn með tölvupósti á: sala@tolvutek.is
Við staðfestingu pöntunar í netverslun Tölvutek skuldbinda viðskiptavinir sig til þess að samþykkja viðskiptaskilmála Tölvutek ehf, hér má nálgast fulla viðskiptaskilmála Tölvutek Viðskiptaskilmálar.
Sendingar og afhending
Við bjóðum eftirfarandi afhendingarmöguleika:
- Sækja í verslun
- Heimsending með samstarfsaðilum
- Póstsendingar
Afhendingartími er venjulega innan 1–4 virkra daga ef varan er til á lager.
Athugið:
Tölvutek sendir vörur án endurgjalds heim að dyrum, að því tilskildu að rúmmálsþyngd vörunnar fari ekki yfir 10 kg. Sendingar fara fram með þeim flutningsaðilum sem Tölvutek er í samstarfi við að hverju sinni. Sé rúmmálsþyngd vöru yfir 10 kg ber viðtakandi kostnað af sendingu. Sá kostnaður er annaðhvort innheimtur við afhendingu á vöru eða við greiðslu pöntunar hjá Tölvutek.
Lengd × breidd × hæð / 3000 = rúmmálsþyngd í kg. Dæmi: Sending er 17 kg, 100 cm á lengd, 40 cm á breidd og 30 cm á hæð → (100 × 40 × 30 / 3000 = 40 kg).
Sé vara einungis til á vöruhúsi getur afhendingartími lengst um 1–3 daga.
Greiðsludreifing
Í samstarfi við Netgíró, Síminn Pay og Teya bjóðum við greiðsludreifingu á völdum vörum. Skilmálar greiðsludreifingar ráðast af skilmálum þjónustuaðilans.
Lög og varnaforðarákvæði
Samningssamband Tölvutek við viðskiptamenn sína fellur undir íslensk lög. Komi til ágreinings sem ekki tekst að leysa getur viðskiptavinur leitað til Kærunefnd vöru - og þjónustukaupa, Borgartúni 21, 105 Reykjavík https://kvth.is. Einnig getur ágreiningur verið rekinn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur - Austurstræti 19, 101 Reykjavík. Ef einhver ákvæði skilmála þessara eða samnings aðila eru í andstöðu við ófrávíkjanleg lög og reglur sem um þá gilda eða ef slík ákvæði eru dæmd ógild af dómstóli sem hefur lögsögu yfir samningsaðilum, skulu slík samningsákvæði umorðuð á þann veg að sem minnst röskun verði á upphaflegum tilgangi samningsaðilanna innan ramma viðkomandi laga og dómsúrlausna, og skulu ákvæði skilmálanna og/eða samningsaðila að öðru leyti halda fullu gildi.
Lög um neytendasamninga Lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu
Hafðu samband
Hafir þú spurningar varðandi skilmála okkar, vinsamlegast hafðu samband:
- Netfang: tolvutek@tolvutek.is
- Sími: 543-6900
- Vefspjall á vefsíðu